Sjómannadagshelgin á Akureyri

Frá fjölskylduskemmtuninni á Hömrum í fyrra.
Frá fjölskylduskemmtuninni á Hömrum í fyrra.

Á morgun, laugardaginn 1. júní, verður efnt til fjölskylduskemmtunar á Hömrum frá kl. 14-16 í tilefni sjómannadagsins sem er á sunnudag.

Svæðið verður opnað kl. 14 með hoppuköstulum, rafmagnsbílum og bátum á tjörnunum en kl. 15 hefst skemmtidagskrá á þar sem Lína langsokkur, töframaður, trúbadúr og fleiri góðir gestir stíga á stokk. Einnig verður fjáröflun á vegum skátanna þar sem grillaðar pylsur verða seldar gegn vægu verði. Þá verða hátíðarhöld í Hrísey og Grímsey á laugardeginum og á sunnudag verður sjómannadagskaffi kl. 15 í félagsheimilinu Múla í Grímsey.

Dagskrá helgarinnar er þessi:

Fjölskylduskemmtun laugardaginn 1. júní 2019

ÚTIVISTAR- OG TJALDSVÆÐIÐ AÐ HÖMRUM KL. 14-16
14.00 Svæðið opnað. Hoppukastalar, rafmagnsbílar, koddaslagur, flekahlaup, smábátar á tjörnum, grillaðar pylsur til sölu o.fl.
15.00 Dagskrá á sviði hefst. Lína langsokkur, Gutti og Selma, Guðmundur töframaður, Anton Líni.

Sjómannadagurinn sunnudaginn 2. júní 2019

11.00 Sjómannadagsmessa í Glerárkirkju.
12.15 Við Glerárkirkju verður lagður blómsveigur að minnisvarða um týnda og drukknaða sjómenn.

HOFSBRYGGJA/TORFUNEFSBRYGGJA/HÖEPNERSBRYGGJA
13.00 Húni II og fleiri bátar sigla frá Torfunefsbryggju að Sandgerðisbót þar sem bátar safnast saman. Hópsigling um Pollinn. Allir velkomnir í siglingu með Húna II.
13.45 Lúðrasveit Akureyrar leikur nokkur létt lög á Torfunefsbryggju. Félagar í Siglingaklúbbnum Nökkva sigla seglum þöndum.
14.00 Húni II leggst að Torfunefsbryggju. Félag vélstjóra- og málmtæknimanna veitir Neistann, veiðurkenningu fyrir vel unnin vélstjórastörf.
16 & 17 Húni II siglir um Pollinn. Enginn aðgangseyrir og allir velkomnir.

Slysavarnadeildin á Akureyri selur merki sjómannadagsins á nokkrum vel völdum stöðum um helgina.

Hátíð í Hrísey laugardaginn 1. júní frá kl. 10 og í Grímsey sama dag frá kl. 14. Sjómannadagskaffi í Grímsey á sunnudag kl. 15 í Múla.

Að hátíðarhöldunum standa Akureyrarstofa, Sjómannafélag Eyjafjarðar, Nökkvi, Húni II, Hafnarsamlag Norðurlands, Skátafélagið Klakkur, Félag vélstjóra- og málmtæknimanna og Félag skipstjórnarmanna.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan