Síminn fjölgar störfum á Akureyri

Síminn hyggst nú bæta við fólki og stækka söluver sitt á næstunni. Ákveðið hefur verið að fara með hluta starfseminnar til Akureyrar og verða allt að 16 hlutastörf auglýst á svæðinu.

siminnFram kemur í tilkynningu frá Símanum, að dótturfyrirtæki félagsins, Já (118), sé með starfsstöðvar á Egilsstöðum og Akureyri auk Reykjavíkur og sé markmiðið að nýta betur starfsstöð Já sem verið hafi á Akureyri. Þannig muni Síminn leigja starfsaðstöðu fyrir 8 manns í einu í húsakynnum Já. Það þýði í raun að hlutastörf fyrir allt að 16 manns munu skapast á Akureyri á næstunni.

Söluver Símans sér um sölu og eftirfylgni á vörum og þjónustu Símans. Fyrirferðarmesta verkefni ársins í ár hefur verið sjónvarpsdreifing um ADSL kerfi Símans. Söluverið hefur séð um að fylgja þeirri þjónustu eftir og skrá nýja viðskiptavini. Heildarfjöldi starfsmanna í Söluveri Símans er nú 15 manns.

Frétt af www.mbl.is.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan