Sigurhæðir til leigu

Frestur til að skila inn hugmyndum og tilboðum í leigu á Sigurhæðum rennur út á föstudaginn kemur, 26. febrúar.

Akureyrarstofa auglýsir til leigu Sigurhæðir á Akureyri. Húsið lét þjóðskáldið, séra Matthías Jochumsson, reisa árið 1903 en það er einlyft timburhús með risi. Húsið stendur á steinhlöðnum kjallara og miðjukvistir með risþaki eru á vestur- og austurhlið. Viðbyggingar eru við þrjár húshliðar, anddyri með valmaþaki við norðurstafn, inngönguskúr með skúrþaki við bakhlið og forstofa með valmaþaki við suðurstafn.

Húsið er friðað skv. lögum um menningarminjar og verður starfsemi í húsinu að samræmast þeim kvöðum sem því fylgja og vera þess eðlis að ekki mæði of mikið á því. Leigjendur hafa ekki heimild til að framleigja húsið né hafa í því búsetu.

Áhugasamir skili inn greinargerð þar sem m.a. kemur fram:

  • Hvaða starfsemi fyrirhuguð er í húsinu
  • Menningarlegt vægi starfseminnar og tenging við sögu hússins
  • Hvernig fjármögnun verður háttað
  • Tilboð í leigufjárhæð

Við yfirferð á framlögðum hugmyndum og tilboðum mun fyrirhuguð starfsemi og menningarlegt vægi gilda 50% af mati og tilboð um leigufjárhæð 50%. Stjórn Akureyrarstofu mun annast matið.

Stærð og árlegur kostnaður:

  • Húsið er leigt til 4ra ára með möguleika á framlengingu samnings í önnur 4 ár
  • Heildargólfflötur er um 237 m²
  • Reiknuð árleg innri húsaleiga af húsinu er um 2,5 m.kr. á ári
  • Kostnaður við rafmagn og hita er u.þ.b. 260 þús. á ári

Nálgast má teikningar á þessum vef: http://map.is/akureyri/?teikningar#

Nánari upplýsingar veitir Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður Akureyrarstofu; netfang: thorgnyr@akureyri.is

Frestur til að skila inn hugmyndum og tilboðum er til og með 26. febrúar 2021.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan