Síðasti Gildagur ársins

Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson sem var eitt af 147 verkum sem Ragnar í Smára gaf Alþýðusambandi Ís…
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson sem var eitt af 147 verkum sem Ragnar í Smára gaf Alþýðusambandi Íslands árið 1961.

Laugardagurinn 4. desember er síðasti Gildagur ársins og verður listræn hátíðarstemning í Listagilinu.

Í Listasafninu verða opnaðar þrjár nýjar sýningar en þær eru sýning á verkum Erlings T.V. Klingenbergs, önnur um listferil Karls Guðmundssonar og loks sýning á verkum sem Ragnar Jónsson í Smára gaf íslenskri alþýðu en þar er að finna málverk margra þekktustu myndlistarmanna þjóðarinnar.

Í Mjólkurbúðinni opnar Jónína Mjöll sýningu sína Kyrrð, myndbandsverkið Breiköpp eftir Sigbjørn Bratlie verður sýnt í Deiglunni og svokölluð dansmálun fer fram í Rösk rými. Opið verður í verslunum í Listagilinu og gleðistund verður í Ketilkaffi.

Athygli er vakin á því að á Gildegi er stærstur hluti Kaupvangsstrætis (Listagils) lokaður fyrir bílaumferð milli kl. 14-17. Hægt verður þó að komast að bílastæðum efst og neðst í Listagilinu. Sjá kortið hér að neðan (smellið á það til að sjá stærri útgáfu).

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan