Shirin Ebadi gerð að heiðursdoktor

Shirin-EbadiÍranski mannréttindafrömuðurinn dr. Shirin Ebadi tekur við heiðursdoktorsnafnbót félagsvísinda- og lagadeildar Háskólans á Akureyri laugardaginn 6. nóvember. Af því tilefni verður athöfn og ráðstefna í Ketilhúsinu við Kaupvangsstræti á Akureyri kl. 10-16.30.

Mannréttindalögfræðingurinn Shirin Ebadi hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 2003 fyrir þrotlausa baráttu fyrir mannréttindum í heimalandi sínu Íran. Shirin Ebadi er fædd í Íran árið 1947. Hún lauk lagaprófi frá Háskólanum í Tehran og var í hópi brautryðjanda úr röðum kvenna í dómarastétt. Shirin Ebadi var forseti borgardóms í Tehran 1975-79 en eftir byltinguna 1979 var hún neydd til að segja af sér. Hún er löngu þekkt sem lögmaður og verjandi baráttufólks fyrir mannréttindum í Íran. Shirin Ebadi er talsmaður fyrir hófsöm sjónarmið í trúmálum og fylgir íslamskri endurskoðunarstefnu sem hún telur að geti vel átt samleið með mannréttindum og lýðræði. Hún er sérstakur talsmaður mannréttinda flóttafólks, kvenna og barna.

Eftir Shirin Ebadi liggja fjölda bóka og greina um mannréttinda. Nokkrar af bókum hennar hafa verið þýddar á önnur tungumál þar á meðal The Rights of the Child:A Study of Legal Aspects of Children´s Rights in Iran (1994) og Documentation of Human Rights in Iran (New York, 2000).

Áhugaverðir tenglar
http://www.nobel.no/nor_lau_biogr2003.html
http://news.bbc.co.uk/1/hi/world/middle_east/3974099.stm
http://www.amot.gs.hm.no/ebadi/

Dagskrá ráðstefnunnar á laugardag er þessi:

10-10.30: Setning og ávörp
Karlakór Akureyrar Geysir
Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (óstaðfest)
Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri Akureyrarbæjar

10.30-11: Veiting heiðursdoktorsnafnbótar
Mikael M. Karlsson, forseti félagsvísinda- og lagadeildar Háskólans á Akureyri veitir Shirin Ebadi, handhafa friðarverðlauna Nóbels, heiðursdoktorsnafnbót fyrir hönd deildarinnar og Háskólans á Akureyri

Karlakór Akureyrar Geysir

11-11.20: Kaffihlé

11.20-11.40: Dr. Shirin Ebadi, handhafi friðarverðlauna Nóbels
Rights of Women in the Middle East

11.40-12: Guðmundur Alfreðsson, forstöðumaður Mannréttindastofnunar Raouls Wallenberg í Lundi
Human Rights Education

12-12.20: Margrét Heinreksdóttir, lektor í lögfræði og þróunarfræðum við Háskólann á Akureyri
Women in Kosovo: Law and Tradition

12.20-12.40: Guðrún Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands
Business and Human Rights: Towards Accountability

12.40-14: Matarhlé

14-14.30: Rachael Lorna Johnstone, lektor í lögfræði við Háskólann á Akureyri
Feminist Influences at the United Nations

14.30-15: Björg Thorarensen, prófessor í lögfræði við Háskóla Íslands
Human Rights and UN Action Against Terrorism

15-15.15: Kaffihlé

15.15-15.45: Garrett Barden, prófessor emeritus frá Írska ríkisháskólanum í Cork
Originating Rights

15.45-16.15: Þórdís Ingadóttir, lögfræðingur hjá dómsmálaráðuneytinu
International Criminal Courts and Tribunals: Recent Developments

16.15-16.30: Lokaorð
Þór Vilhjálmsson, fyrrum varaforseti Mannréttindadómstóls Evrópu

 Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan