Sandur til hálkuvarna

Nú er víða fljúgandi hálka í bænum og eru bæjarbúar og gestir beðnir að fara varlega. Umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrarbæjar hefur komið fyrir haugum af grófum sandi á völdum stöðum í bænum þar sem fólk getur sótt sér efni til hálkuvarna.

Sandinn er að finna á a.m.k. sjö stöðum við
eftirtaldar grendarstöðvar:

  • Rangárvelli
  • Norðan Ráðhússins
  • Bónus í Naustahverfi
  • Bónus í Holtahverfi
  • Urðargil
  • Sunnan við Sunnuhlíð
  • Bjarkarstíg

Nánari staðsetningar má sjá á meðfylgjandi korti.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan