Sandgerðisbót – Tillaga að deiliskipulagsbreytingu

Sandgerðisbót – Tillaga að deiliskipulagsbreytingu

Bæjarstjórn Akureyrarbæjar auglýsir hér með skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að deiliskipulagsbreytingu.

Skipulagssvæðið afmarkast af Óseyri í norður og austur, Krossanesbraut í vestur og grónu svæði í suður. Tillagan gerir ráð fyrir að bætt er við íbúðarhúsalóð á svæði þar sem húsið Byrgi stendur, en fyrirhugað er að rífa það hús. Á lóðinni verður heimilt að byggja allt að fjögur lítil einbýlishús sem geta verið á bilinu 25-60 m² að stærð. Stækka skipulagsmörk deiliskipulagsins til samræmis við afmörkun lóðarinnar.

Tillöguuppdráttur ásamt greinargerð er til sýnis á 1. hæð í Ráðhúsi Akureyrarbæjar frá 26. febrúar til 8. apríl 2020 svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Einnig er hægt að skoða tillöguna hér.

Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 16:00 miðvikudaginn 8. apríl 2020 og skal athugasemdum skilað skriflega til Skipulagssviðs Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 3. hæð eða með tölvupósti (skipulagssvid@akureyri.is) þar sem nafn, kennitala og heimilisfang sendanda kemur fram.


26. febrúar 2020
Sviðsstjóri skipulagssviðs

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan