Samþykkt skipulagstillaga - Gudmannshagi 1

Breyting á deiliskipulagi Gudmannshaga 1.
Skipulagsráð Akureyrar hefur þann 27. nóvember 2019 samþykkt deiliskipulagsbreytingu fyrir Gudmannshaga 1.
Breytingin felur í sér að heimilt verður að byggja fjögurra hæða fjölbýlishús í stað 3ja hæða, hámarksvegghæð húss verði 12 m í stað 11,7 m, byggingarreit við götu verði hliðrað um 0,3 m vegna bíl­geymslu, bílastæðum við götu verði hliðrað vegna aðkomu að bílageymslu auk þess að stæðum verði fjölgað um 5 og lóð stækki úr 2.097 m² í 2.157 m² vegna stækkunar lóðarhluta fyrir bílstæði, nýt­ingar­hlutfall húss verði 1,25, bætt er við byggingarreit fyrir bílageymslu með nýt­ingar­hlutfalli 0,45, svalir fái að ná 2 m út fyrir byggingarreit og aðkomu að leiksvæði verði breytt.
Deiliskipulagstillagan hefur hlotið meðferð í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og öðlast hún þegar gildi.

F.h. Akureyrarbæjar, 10. desember 2019,

Margrét M. Róbertsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála.

B deild - Útgáfud.: 20. desember 2019

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan