Samvinna og samræða um sjálfbærni

Í dag, mánudaginn 14. janúar kl. 15.45–17.00, verður opinn fundur í Háskólanum á Akureyri undir yfirskriftinni Samvinna og samræða um sjálfbærni: Formennska í Norðurskautsráðinu þar sem utanríkisráðherrar Finnlands og Íslands halda stutt erindi og taka þátt í samræðum um málefni norðurslóða.

Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri, býður fólk velkomið og bæjarstjóri Akureyrarbæjar, Ásthildur Sturludóttir, opnar fundinn.

Til máls taka:

Utanríkisráðherra Finnlands, Timo Soini:
Reynsla Finna af formennsku í Norðurskautsráðinu 2017-2019

Utanríkisráðherra Íslands, Guðlaugur Þór Þórðarson:
Áherslur í formennskutíð Íslands 2019-2021

Almennar umræður

Kaffiveitingar í boði að loknum viðburðinum.

Fundurinn hefst stundvíslega klukkan 15.45.

Dagskráin fer fram á ensku.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan