Samþykktar skipulagstillögur - Kjarnaskógur

Eftirfarandi breytingar hafa tekið gildi í b-deild Stjórnartíðinda:

Breyting á deiliskipulagi Kjarnaskógar.
Skipulagssvið Akureyrarkaupstaðar hefur þann 13. mars 2019 samþykkt deiliskipulagsbreytingu fyrir Kjarnaskóg.
Breytingin felur í sér að skipulagssvæðið minnkar vegna stækkunar deiliskipulagssvæðis fyrir gróðrarstöðina í Kjarnaskógi.
Deiliskipulagstillagan hefur hlotið meðferð í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og öðlast hún þegar gildi.

Breyting á deiliskipulagi gróðrarstöðvarinnar í Kjarnaskógi.
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 21. maí 2019 samþykkt deiliskipulagsbreytingu fyrir gróðrarstöðina í Kjarnaskógi.
Breytingin felur í sér að skipulagssvæði stækkar til vesturs til að koma fyrir nýju ræktunarsvæði, afmarkaðir eru byggingarreitir fyrir þrjú ný gróðurhús, gert ráð fyrir nýrri starfsmannaaðstöðu, nýrri skemmu á lóð Skógræktarfélagsins auk nokkurra annarra minni breytinga.
Deiliskipulagstillagan hefur hlotið meðferð í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og öðlast hún þegar gildi.

F.h. Akureyrarkaupstaðar, 13. júní 2019,

Margrét M. Róbertsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála.

B deild - Útgáfud.: 13. júní 2019

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan