Samþykktar skipulagstillögur fyrir Naustatanga 2 og Elísabetarhaga 1

Breyting á deiliskipulagi – Naustatangi 2, Akureyri.
Skipulagsráð Akureyrarbæjar hefur þann 8. júlí 2020 samþykkt deiliskipulagsbreytingu fyrir lóð­ina Naustatanga 2.
Breytingin felur í sér að afmarkaður er byggingareitur fyrir tengibyggingu milli húsa á lóðum Naustatanga 2 og Hjalteyrargötu 22.

Breyting á deiliskipulagi Hagahverfis, Kjarnagata 51/Elísabetarhagi 1, Akureyri.
Skipulagsráð Akureyrarbæjar hefur þann 8. júlí 2020 samþykkt deiliskipulagsbreytingu sem nær til lóðarinnar Kjarnagötu 51 í Hagahverfi.
Breytingin felur í sér að stærð lóðarhluta bílgeymslu breytist lítillega og það sama á við um lóðarhluta húss með staðfangið Kjarnagata 51. Þá verður hús með staðfangið Elísabetarhagi 1 án stöllunar og breytast hæðarkótar í vestur- og austurhluta lóðarhlutans auk þess sem bætt er við kjallara fyrir geymslur og sameign. Hámarksvegghæð verður óbreytt.

Deiliskipulagstillögurnar hafa hlotið meðferð í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og öðlast þegar gildi.

F.h. Akureyrarbæjar, 10. júlí 2020,

Pétur Ingi Haraldsson sviðsstjóri skipulagssviðs.

B deild - Útgáfud.: 13. júlí 2020

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan