Samþykktar skipulagstillögur fyrir Bjarmastíg og Sjúkrahúsið

Breyting á deiliskipulagi miðbæjar fyrir Bjarmastíg 5.
Skipulagsráð Akureyrarbæjar hefur þann 11. nóvember 2020 samþykkt deiliskipulagsbreytingu
fyrir Bjarmastíg 5.
Breytingin felur í sér fjölgun bílastæða innan lóðar í fjögur bílastæði, lækkun jarðvegshæðar,
skiptingu eignar í tvö fastanúmer, hækkun nýtingarhlutfalls úr 0,757 í 0,780 og að byggingarreitur
breikkar um 2,8 metra á norðurhlið fyrir nýtt stigahús.
Deiliskipulagstillagan hefur hlotið meðferð í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr.
123/2010 og öðlast hún þegar gildi.


Breyting á deiliskipulagi Sjúkrahússins á Akureyri.
Skipulagsráð Akureyrarbæjar hefur þann 28. október 2020 samþykkt deiliskipulagsbreytingu
fyrir Sjúkrahúsið á Akureyri.
Breytingin felur í sér að byggja hjólaskýli á tveimur hæðum við D-álmu sjúkrahússins og anddyri stækkar við norðurhluta hússins.
Deiliskipulagstillagan hefur hlotið meðferð í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr.
123/2010 og öðlast hún þegar gildi.


F.h. Akureyrarbæjar, 12. nóvember 2020,
Margrét M. Róbertsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála.
__________
B-deild – Útgáfud.: 17. nóvember 2020

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan