Samþykktar skipulagstillögur

Breyting á deiliskipulagi miðbæjarins – Gránufélagsgata 4.
Skipulagsráð Akureyrarkaupstaðar hefur þann 10. apríl 2019 samþykkt deiliskipulagsbreytingu fyrir Gránufélagsgötu 4.
Breytingin felur í sér að gert er ráð fyrir auknu byggingarmagni og heimild til að láta svalir ná út fyrir byggingarreit, nýtingarhlutfall hækkar úr 3,0 í 3,82 (allt að 4.206 m²) og að heimilt verði að láta svalir ná allt að 1 m út fyrir byggingarreit á 2.-4. hæð, hámarkshæð verður 16,3 m í stað 15,8 m auk þess sem afmörkun og stærð lóðar breytist lítillega til samræmis við lóðablað og það sama á við um byggingarreit.
Deiliskipulagstillagan hefur hlotið meðferð í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og öðlast hún þegar gildi.

Breyting á deiliskipulagi Hagahverfis – Kristjánshagi 6.
Skipulagsráð Akureyrarkaupstaðar hefur þann 27. mars 2019 samþykkt deiliskipulagsbreytingu fyrir Kristjánshaga 6.
Breytingin felst í hækkun nýtingarhlutfalls úr 0,71 í 0,76, byggingarlína 3. hæðar er að hluta færð til suðurs, breyting á nyrðri viðmiðunarkóta um 0,4 m, byggðar verði 22 íbúðir á lóðinni með 3 tveggja, 13 þriggja, 5 fjögurra og 2 fimm herbergja íbúðum.
Deiliskipulagstillagan hefur hlotið meðferð í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og öðlast hún þegar gildi.

Breyting á deiliskipulagi miðbæjarins – Hafnarstræti 67-69.
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 7. maí 2019 samþykkt deiliskipulagsbreytingu fyrir Hafnarstræti 67-69.
Í tillögunni felst breyting á skilmálum þannig að ekki er gerð krafa um að hús á lóð Hafnar­strætis 67-69 verði steinsteypt að öllu leyti heldur verði heimilt að hluti húss sem er ofan 1. hæðar geti verið úr léttbyggðu burðarefni.
Deiliskipulagstillagan hefur hlotið meðferð í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og öðlast hún þegar gildi.

F.h. Akureyrarkaupstaðar, 4. júní 2019,

Margrét M. Róbertsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála.

B deild - Útgáfud.: 21. júní 2019

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan