Samþykktar skipulagstillögur

Breyting á deiliskipulagi Hagahverfis.
Skipulagsráð Akureyrarbæjar hefur þann 21. janúar 2021 samþykkt deiliskipulagsbreytingu fyrir Kristjánshaga 12.
Breytingin felur í sér að íbúðum fjölgar úr 18 í 26, svalir mega ná allt að 2,4 m út fyrir byggingarreit og svalagangar allt að 0,6 m út fyrir byggingarreit.
Deiliskipulagstillagan hefur hlotið meðferð í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og öðlast hún þegar gildi.

Breyting á deiliskipulagi Austurvegar, Eyjabyggðar og Búðartanga, Hrísey.
Skipulagsráð Akureyrarbæjar hefur þann 25. nóvember 2020 samþykkt deiliskipulags­breytingu fyrir Austurveg 11.
Breytingin felur í sér að byggingarreitur er stækkaður til norðurs og að lóðarmörkum til vesturs.
Deiliskipulagstillagan hefur hlotið meðferð í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og öðlast hún þegar gildi.

Breyting á deiliskipulagi Melgerðisáss og Skarðshlíðar.
Skipulagsráð Akureyrarbæjar hefur þann 10. mars 2021 samþykkt deiliskipulagsbreytingu fyrir Skarðshlíð 31.
Breytingin felur í sér að íbúðum fækkar úr fjórum í sex, bílastæðum fjölgar og nýtingarhlutfall eykst.
Deiliskipulagstillagan hefur hlotið meðferð í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og öðlast hún þegar gildi.

F.h. Akureyrarbæjar, 30. apríl 2021,

Margrét Mazmanian Róbertsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála.

B deild - Útgáfud.: 4. maí 2021

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan