Samþykktar skipulagstillögur

Breyting á deiliskipulagi Naustahverfis, svæði norðan Tjarnarhóls – Kjarnagata 2.
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 26. september 2018 samþykkt deiliskipulagsbreytingu fyrir Kjarnagötu 2.
Breytingin felur í sér að fyrirhuguð aðkoma að lóðinni Kjarnagötu 2 frá Miðhúsabraut færist til vesturs auk þess sem nú er gert ráð fyrir bæði inn- og útakstri frá lóðinni en ekki bara innakstri eins og í gildandi deiliskipulagi. Þá breytast mörk skipulagssvæðisins lítillega auk þess sem gert verður ráð fyrir miðeyju á hluta Miðhúsabrautar til að aðskilja akstursstefnu.
Deiliskipulagstillagan hefur hlotið meðferð í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og öðlast hún þegar gildi.

Breyting á deiliskipulagi Hagahverfis, deiliskipulag Naustahverfis, 3. áfanga – Halldóruhagi 4.
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 6. nóvember 2018 samþykkt deiliskipulagsbreytingu fyrir Halldóruhaga 4.
Breytingin felur í sér að nýtingarhlutfall lóðarinnar er hækkað úr 0,43 í 0,56 og byggja má tvö aðskilin hús í stað eins.
Deiliskipulagstillagan hefur hlotið meðferð í samræmi við 2. mgr. 43. gr. og 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og öðlast hún þegar gildi

Breyting á deiliskipulagi Krossaneshaga, A áfangi – Goðanes 5 og 7.
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 6. nóvember 2018 samþykkt deiliskipulagsbreytingu fyrir Krossaneshaga A áfanga.
Breytingin felur í sér að nýtingarhlutfall lóðanna Goðaness 5 og 7 hækkar og jafnframt eykst hámarksbyggingarmagn. Byggingarreitir stækka til austurs og vesturs og minnka til suðurs og lögun þeirra breytist til norðurs og verður breidd þeirra 32 m og dýpt 18 m. Leiðbeinandi gólfkóti lóðanna breytist auk þess sem húsin verða stölluð vegna landhalla á lóðum.
Deiliskipulagstillagan hefur hlotið meðferð í samræmi við 2. mgr. 43. gr. og 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og öðlast hún þegar gildi.

F.h. Akureyrarkaupstaðar, 7. nóvember 2018,

Margrét M. Róbertsdóttir
verkefnastjóri skipulagsmála.

B deild - Útgáfud.: 27. nóvember 2018

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan