Samþykktar skipulagstillögur

Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur samþykkt eftirfarandi:

Deiliskipulagsbreyting – miðbærinn, Torfunefsbryggja.
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 24. apríl 2018 samþykkt deiliskipulagsbreytingu fyrir miðbæinn.
Breytingin felur í sér að bryggjan er stækkuð, breyting er gerð á legu strandstígs meðfram Drottn­ingar­braut og gert er ráð fyrir lóð og byggingarreit nyrst á Torfunefsbryggju fyrir smáhýsi veitna.
Deiliskipulagsbreytingin hefur hlotið meðferð í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og öðlast hún þegar gildi.

Deiliskipulagsbreyting – Naustahverfi, 3. áfangi, Hagahverfi.
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 8. maí 2018 samþykkt deiliskipulagsbreytingu fyrir Haga­hverfi.
Breytingin felur í sér að lóðir við Margrétarhaga 14-18 og við Nonnahaga 6-10 er breytt í rað­húsa­lóðir. Lóðir nr. 7-21 við Nonnahaga minnka og fjölgar þar um eina einbýlishúsalóð.
Deiliskipulagsbreytingin hefur hlotið meðferð í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og öðlast hún þegar gildi.

Deiliskipulagsbreyting – Sjafnargata.
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 12. júní 2018 samþykkt deiliskipulagsbreytingu fyrir Sjafnargötu.
Breytingin felur í sér að gerð verði lóð fyrir dælustöð fráveitu við norðurhorn Sjafnargötu.
Deiliskipulagsbreytingin hefur hlotið meðferð í samræmi við við 2. mgr. 43. gr. og 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og öðlast hún þegar gildi.

Deiliskipulag – Melgerðisás og Skarðshlíð.
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 26. júní 2018 samþykkt deiliskipulag fyrir Mel­gerðis­ás.
Deiliskipulagið felur í sér að þétta byggð við Melgerðisás og Skarðshlíð þar sem nýjar lóðir og bygg­ingar­reitir eru skilgreindir ásamt umferðarsvæði.
Deiliskipulagstillagan hefur hlotið meðferð í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og öðlast hún þegar gildi.

Deiliskipulagsbreyting – Hlíðarhverfi, suðurhluti.
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 26. júní 2018 samþykkt deiliskipulag fyrir Hlíðarhverfi, suðurhluta.
Deiliskipulagið felur í sér að hluta vesturmarka skipulagssvæðisins er hliðrað til austurs þannig að skipulagssvæðið minnkar um 1.215 m². Einnig er lóðarmörkum Háhlíðar 14 breytt lítillega svo hægt sé að koma fyrir snúningssvæði við norðurenda Háhlíðar.
Deiliskipulagstillagan hefur hlotið meðferð í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og öðlast hún þegar gildi.

Deiliskipulagsbreyting – Dalsbraut.
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 26. júní 2018 samþykkt deiliskipulagsbreytingu fyrir Dalsbraut.
Breytingin felur í sér að afmörkun skipulagssvæðisins við Miðhúsabraut breytist til samræmis við breytingu á deiliskipulagi aðliggjandi svæðis.
Deiliskipulagsbreytingin hefur hlotið meðferð í samræmi við 2. mgr. 43. gr. og 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og öðlast hún þegar gildi.

Deiliskipulagsbreyting – Naustahverfi, 3. áfangi, Hagahverfi.
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 5. júlí 2018 samþykkt deiliskipulagsbreytingu fyrir Naustahverfi, 3. áfanga, Hagahverfi - Geirþrúðarhagi 4.
Breytingin felur í sér að nýtingarhlutfall er hækkað úr 0,43 í 0,56 sem nær til lóðar Geirþrúðarhaga 4.
Deiliskipulagsbreytingin hefur hlotið meðferð í samræmi við 2. mgr. 43. gr. og 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og öðlast hún þegar gildi.

Deiliskipulagsbreyting – Klettaborg.
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 4. september 2018 samþykkt deiliskipulagsbreytingu fyrir Klettaborg.
Breytingin felur í sér að ný lóð er afmörkuð fyrir íbúðakjarna með sex íbúðum. Fyrirhugað leiksvæði er flutt norður fyrir götuna.
Deiliskipulagsbreytingin hefur hlotið meðferð í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og öðlast hún þegar gildi.

Auglýsing þessi kemur í stað auglýsingar nr. 902/2018 sem fellur úr gildi.

F.h. Akureyrarkaupstaðar, 23. október 2018,

Margrét Mazmanian Róbertsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála.

B deild - Útgáfud.: 6. nóvember 2018

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan