Samþykkt skipulagstillaga - Kjarnagata 59

Breyting á deiliskipulagi Kjarnagötu 59
Bæjarstjórn Akureyrarbæjar hefur þann 13. maí 2020 samþykkt deiliskipulagsbreytingu fyrir Kjarnagötu 59.
Breytingin felur í sér að heimilt verði að byggja bílakjallara undir matshluta 01, heimilt verði að hækka hámarksvegghæð fyrir kjallara með allt að 3,0 m lofthæð. Undir húsinu verði kjallari með geymslur og sameign. Íbúðasvalir mega ná 1,9 m út fyrir byggingarreit í stað 1,6 m. Stigahús og svala­inngangar mega ná 0,7 m út fyrir byggingarreit. Í matshlutum 01 og 02 verða 3 íbúðir 5 herbergja og 6 íbúðir 4ja herbergja. Matshluti 01 verður án stöllunar og hæðarkóti hækkar og verður 85,40. Nýtingarhlutfall á lóðinni hækkar úr 0,71 í 0,95 og nýr bílakjallari verður með nýtingar­hlutfall 0,25.
Deiliskipulagstillagan hefur hlotið meðferð í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og öðlast hún þegar gildi.

F.h. Akureyrarbæjar, 12. júní 2020,

Margrét M. Róbertsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála.

B deild - Útgáfud.: 30. júní 2020

Hér er hægt að skoða auglýsinguna sem birtist í Stjórnartíðindum.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan