Samþykkt skipulagstillaga - Kjarnagata 57

Breyting á deiliskipulagi Hagahverfis – Kjarnagata 57
Skipulagsráð Akureyrarbæjar hefur þann 9. desember 2020 samþykkt deiliskipulagsbreytingu fyrir Kjarnagötu 57.
Breytingin felur í sér að nýtingarhlutfall lóðarinnar hækkar úr 0,87 í 1,25 en nýtingarhlutfall bíla­geymslu hækkar úr 0,25 í 0,40, byggingarreitur breikkar til austurs um 0,6 m, norðurhluti bygg­ingar stækkar um 10 m til suðurs en hækkar aðeins um 0,7 m og lækkar um 2 m þar sem bygging er hæst. Lágmarkslofthæð bílageymslu lækkar um 0,2 m og svalagangar og stigahús á baklóð mega ná 1,6 m út fyrir byggingarreit.
Deiliskipulagstillagan hefur hlotið meðferð í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og öðlast hún þegar gildi.

F.h. Akureyrarbæjar, 15. desember 2020,

Margrét M. Róbertsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála.

B deild - Útgáfud.: 5. janúar 2021

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan