Samþykkt skipulagstillaga - Hvannavallarreitur

Hvannavallarreitur, deiliskipulag
Bæjarstjórn Akureyrarbæjar samþykkti 2. febrúar 2021 deiliskipulag fyrir Hvannavallarreit.
Í deiliskipulaginu felst að heimilt verður að rífa núverandi byggingar á norðurhluta lóðarinnar;
að meðfram Glerárgötu verði tvö hús, fjögurra og fimm hæða, samtengd með einnar hæða tengibyggingum. Heimild verður fyrir tveggja hæða verslunarhús meðfram Tryggvabraut. Austast á lóðinni er gert ráð fyrir verslunarhúsi á einni hæð. Lóðarmörkum er breytt svo rými verði fyrir endurbætta Tryggvabraut og skerðingu lóða til þess að gera ráð fyrir hringtorgi.
Deiliskipulagstillagan hefur hlotið meðferð í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr.
123/2010 og öðlast hún þegar gildi.


F.h. Akureyrarbæjar, 18. febrúar 2021,
Margrét M. Róbertsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála.
__________
B-deild – Útgáfud.: 5. mars 2021

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan