Samþykkt skipulagstillaga fyrir Sandgerðisbót

Breyting á deiliskipulagi Sandgerðisbótar.
Bæjarstjórn Akureyrarbæjar hefur þann 18. febrúar 2020 samþykkt deiliskipulagsbreytingu fyrir
Sandgerðisbót.
Breytingin felur í sér að bætt er við íbúðarhúsalóð á svæði þar sem húsið Byrgi stendur, en
fyrirhugað er að rífa það hús. Á lóðinni verður heimilt að byggja allt að fjögur lítil einbýlishús sem
geta verið á bilinu 25-60 m² að stærð. Stækka skipulagsmörk deiliskipulagsins til samræmis við
afmörkun lóðarinnar.
Deiliskipulagstillagan hefur hlotið meðferð í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr.
123/2010 og öðlast hún þegar gildi.

F.h. Akureyrarbæjar, 15. maí 2020,
Margrét M. Róbertsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála.
__________
B-deild – Útgáfud.: 2. júní 2020

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan