Samþykkt skipulagstillaga fyrir Rangárvelli

Breyting á deiliskipulagi Rangárvalla.
Bæjarstjórn Akureyrarbæjar hefur þann 7. apríl 2020 samþykkt deiliskipulagsbreytingu fyrir
Rangárvelli.
Breytingin felur í sér að afmarkað er lagnabelti fyrir flutningslínur raforku í stað nákvæmrar
legu hverrar línu, lóð nr. 1 er stækkuð til vesturs í samræmi við heimild í gildandi skipulagi, nýir
byggingarreitir eru afmarkaðir á lóð nr. 1 fyrir tengivirki, hámarkshæð mannvirkja á lóð nr. 1 verður
15 m í stað 6,6 m, sett er inn tákn/afmörkun spenna og lagnabelti þvert yfir endurnýtingarsvæði og
Liljulund er fellt út.
Deiliskipulagstillagan hefur hlotið meðferð í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr.
123/2010 og öðlast hún þegar gildi.

F.h. Akureyrarbæjar, 18. maí 2020,
Margrét M. Róbertsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála.
__________
B-deild – Útgáfud.: 4. júní 2020

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan