Samþykkt skipulagstillaga - Akstursíþrótta- og skotsvæðið á Glerárdal

Breyting á deiliskipulagi akstursíþrótta- og skotsvæðisins á Glerárdal.
Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 19. febrúar 2019 samþykkt deiliskipulagsbreytingu fyrir akstursíþrótta- og skotsvæðið á Glérardal.
Í breytingunni felst að lega göngustígs breytist lítillega á um 1.500 m kafla, öryggismörk skot­svæðis minnka auk minniháttar breytinga á legu aðrennslispípu til samræmis við verkhönnun og endanlega legu.
Deiliskipulagstillagan hefur hlotið meðferð í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og öðlast hún þegar gildi.

F.h. Akureyrarkaupstaðar, 16. maí 2019,

Margrét M. Róbertsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála.

B deild - Útgáfud.: 31. maí 2019

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan