Samþykkt skipulagstillaga - Aðalskipulagsbreyting vegna Hólasandslínu

Skipulagsstofnun staðfesti 12. desember 2019 breytingu á aðalskipulagi
Akureyrar 2018-2030 sem samþykkt var í bæjarstjórn 5. nóvember 2019.
Í breytingunni felst að legu Hólasandslínu 3 (jarðstrengur) er breytt á tveimur stöðum, við
suðurenda Akureyrarflugvallar og norðan Kjarnaskógar og frístundabyggðar við Kjarnalund.
Málsmeðferð var óveruleg breyting á aðalskipulagi samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.


Skipulagsstofnun, 12. desember 2019.
F.h. forstjóra
Hafdís Hafliðadóttir.
Guðrún Halla Gunnarsdóttir.
__________
B-deild – Útgáfud.: 3. janúar 2020

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan