Samstarfssamningur Akureyrar og NPA miðstöðvarinnar

Frá fundi búsetusviðs Akureyrarbæjar og NPA miðstöðvarinnar í síðustu viku.
Frá fundi búsetusviðs Akureyrarbæjar og NPA miðstöðvarinnar í síðustu viku.

Föstudaginn 15. mars heimsóttu Rúnar Björn Herrera Þorkelsson formaður NPA miðstöðvarinnar og Andri Valgeirsson ráðgjafi NPA miðstöðvarinnar búsetusvið Akureyrarbæjar. Tilefnið var fyrirhugaður samstarfssamningur Akureyrar og NPA miðstöðvarinnar.

NPA miðstöðin er samvinnufélag í eigu fatlaðs fólks. Miðstöðin aðstoðar fatlað fólk og aðstandendur þeirra við það utanumhald og umsýslu sem fylgir því að hafa notendastýrða persónulega aðstoð. NPA miðstöðin aðstoðar félagsmenn í öllu sem viðkemur því að vera verkstjórnandi yfir aðstoðarfólki.

Markmið NPA er að notandi, þ.e. sá sem hefur þörf fyrir aðstoð, geti notið aukins sjálfstæðis í daglegu lífi og ráðið sem mestu um það sjálfur með hvaða hætti sú aðstoð er veitt. Samstarfssamningnum er ætlað að vera rammi um samstarf sveitarfélagsins og NPA miðstöðvarinnar.

Fyrirhugað er að efla starfsemi NPA miðstöðvarinnar á Norðurlandi en nokkrir félagsmenn hennar eru búsettir á Norðurlandi. Á heimasíðu NPA miðstöðvarinnar er hægt að kynna sér nánar NPA og hugmyndafræðina um sjálfstætt líf.

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan