Samningur við Súlur endurnýjaður

Frá undirritun samningsins í morgun. Frá vinstri: Steingrímur Hannesson gjaldkeri Súlna, Gunnlaugur …
Frá undirritun samningsins í morgun. Frá vinstri: Steingrímur Hannesson gjaldkeri Súlna, Gunnlaugur Búi Ólafsson formaður Súlna, Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri á Akureyri og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs Akureyrarbæjar.

Í morgun var undirritaður samningur Akureyrarbæjar og björgunarsveitarinnar Súlna um rekstur sveitarinnar.

Samningurinn tekur til skilgreinds hlutverks björgunarsveitarinnar Súlna á Akureyri og einnig er kveðið á um aðstoð við Slökkvilið Akureyrar þegar þörf krefur. Í því felst að útvega bifreið og bílstjóra vegna sjúkraflutninga í slæmri færð, aðstoð við slökkvilið vegna verðmætabjörgunar og bátaaðstoð.

Markmið Akureyrarbæjar með styrkveitingunni er að styðja við starfrækslu björgunarsveitar á Akureyri.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan