Samningur um gervigrassvæði á félagssvæði Þórs undirritaður

Nói Björnsson, formaður íþróttafélagsins Þórs, og Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri, takast í hend…
Nói Björnsson, formaður íþróttafélagsins Þórs, og Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri, takast í hendur að undirritun samningsins lokinni. Með þeim á myndinni eru ungir íþróttaiðkendur á vegum Þórs.

Í dag var undirritaður samningur Akureyrarbæjar og íþróttafélagsins Þórs um uppbyggingu á gervigrassvæði sem nær yfir annars vegar knattspyrnuvöll í fullri stærð og hins vegar sérstakt æfingasvæði.

Nyrst á gervigrassvæðið skal lagður upphitaður knattspyrnuvöllur í fullri stærð, 105 x 68 metrar, ásamt öryggissvæðum, 500 lux flóðlýsingu og öðrum búnaði. Stoðveggur verður settur við norðurenda gervigrassvæðisins, við göngustíginn við Bogann.

Í beinu framhaldi af knattspyrnuvellinum, syðst á gervigrassvæðinu, verður lagt upphitað æfingasvæði með 300 lux flóðslýsingu og búnaði. Æfingasvæðið mun tengjast knattspyrnuvellinum með órofnu gervigrasi. Æfingasvæðið verður um 35 x 80 metrar (mælt frá enda öryggissvæðis knattspyrnuvallarins).

Samhliða uppbyggingu gervigrassvæðisins og eftir því sem verkefnum vindur fram þarf að fara í frágang á svæðinu umhverfis gervigrassvæðið og girðingu til að afmarka gervigrassvæðið til norðurs og suðurs.

Kostnaður vegna framkvæmda við gervigrassvæðið er áætlaður samkvæmt frumkostnaðaráætlun frá Þór um 697 milljónir króna miðað við verðlag í maí 2024. Kostnaður við girðingar hefur ekki verið metinn.

Framkvæmdir hefjast haustið 2024 með jarðvegsskiptum. Áætluð verklok eru í júní 2025.

Samningurinn á pdf-formi.


Loftmynd af svæðinu.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan