Sameiginlegur fundur bæjarstjórnar og borgarstjórnar

Á föstudaginn 3. mars hittust bæjarstjórn Akureyrar og borgarstjórn Reykjavíkur á sameiginlegum fundi sunnan heiða. Þetta var í fjórða sinn sem borgar- og bæjarfulltrúar funda. Borgarstjórn hefur áður komið í tvígang norður en bæjarstjórn fór nú öðru sinni til höfuðborgarinnar í þessu skyni. Markmiðið með þessum fundum er að ræða sameiginleg hagsmunamál sveitarfélaganna og efla kynni bæjar- og borgarfulltrúa. Fundurinn á föstudag hófst á sameiginlegum hádegisverði en að honum loknum hlýddu fulltrúarnir á fræðsluerindi Hrannar Hrafnsdóttur verkefnisstjóri á umhverfis- og skipulagssviði borgarinnar. Hún fjallaði um umhverfis- og loftlagsmál sem var annað aðal umfjöllunarefni dagsins en auk þeirra voru lýðræðismál til umræðu.

Í upphafi fundar impraði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri á tíðu umræðuefni norðan og sunnanmanna og þakkaði norðanmönnum blíðuna í borginni: „Ég vil þakka Ak­ur­eyr­ing­um fyr­ir að hafa tekið góða veðrið með sér en borg­in skart­ar sínu feg­ursta, þó að ég segi sjálf­ur frá." Snjór er nú yfir öllu í Reykjavík sem kunnugt er og á fundardaginn var heiðríkja og stafalogn.

Meðfylgjandi myndir eru af Facebooksíðu Reykjavíkurborgar. 

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan