Rúmum 27 milljónum úthlutað til ÖA

Öldrunarheimilið Hlíð við Austurbyggð.
Öldrunarheimilið Hlíð við Austurbyggð.

Heilbrigðisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, hefur úthlutað 495 milljónum króna úr Framkvæmdasjóði aldraðra til uppbyggingar í öldrunarþjónustu og komu rúmlega 27 milljónir í hlut Öldrunarheimila Akureyrar.

Hæstu framlögin úr sjóðnum runnu að þessu sinni til endurgerðar hjúkrunarrýma á gamla Sólvangi í Hafnarfirði og til uppbyggingar þjónustumiðstöðvar við Sléttuveg í Reykjavík. 

Aðrar úthlutanir úr Framkvæmdasjóði aldraðra voru til smærri viðhaldsverkefna á hjúkrunarheimilum víðsvegar um landið. ÖA fengu úthlutað til endurbóta í eldhúsum, endurnýjunar síma- og sjúkrakallskerfis og uppsetningar á lyftu í Víðihlíð og Furuhlíð.

Yfirlit um úthlutanir úr Framkvæmdasjóði aldraðra árið 2018.

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan