Röskun á ferliþjónustu í dag og Gámasvæðið lokað

Allar ferðir ferliþjónustu Akureyrarbæjar með hjólastóla falla niður í dag þar sem gert er ráð fyrir hávaðaroki í bænum um og upp úr hádegi.

Þessar ráðstafanir eru gerðar vegna þess að mjög hættulegt getur verið að nota hjólastólalyftur í miklum vindi þegar ekki verður ráðið við hurðir á ferlibílunum og annað sem skapað getur talsverða hættu fyrir alla sem nærri koma.

Hægt er að senda tölvupóst á ferlithjonusta@akureyri.is fyrir frekari upplýsingar eða ef spurningar um ferðirnar vakna.

Einnig er vert að vekja athygli á því að Gámasvæðið við Réttarhvamm er lokað vegna vatnselgs og veðurs.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan