Ringó æfingar Virkra efri ára í Síðuskóla

Mynd af síðu Síðuskóla.
Mynd af síðu Síðuskóla.

Íþróttasalurinn í Síðuskóla fyllist af lífi og gleði á miðvikudögum þegar hópur eldri borgara hittist á ringó-æfingum sem haldnar eru undir formerkjum Virkra efri ára. Meðal þátttakenda síðasta miðvikudag var Ólafur B. Thoroddsen, fyrrum skólastjóri Síðuskóla, sem tók að sjálfsögðu þátt í gleðinni. 

Ringó er fjörugur leikur en miðvikudagar snúast líka um félagsskapinn og skemmtilega samveru. Eftir góða æfingu sameinuðust Ringó-hópurinn og nemendur Síðuskóla í matsalnum, þar sem þeir borðuðu saman hádegisverð.  

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá æfingunni í morgun, þar sem hreyfing og gleði voru í fyrirrúmi.  

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan