Rangárvellir – Tillaga að deiliskipulagsbreytingu vegna Hólasandslínu 3

Bæjarstjórn Akureyrar auglýsir hér með skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að breytingu á deiliskipulagi Rangárvalla vegna Hólasandslínu 3.
Breytingin nær að mestu til lóðar Landsnets sem er nr. 1 við Rangárvelli en einnig til svæðis sunnan lóðarinnar að Hlíðarfjallsvegi. Í breytingunni er afmarkað lagnabelti fyrir flutningslínur raforku í stað nákvæmrar legu hverrar línu, lóð nr. 1 er stækkuð til vesturs í samræmi við heimild í gildandi skipulagi, nýjir byggingarreitir eru afmarkaðir á lóð nr. 1 fyrir tengivirki, hámarkshæð mannvirkja á lóð nr.1 verður 15 m í stað 6,6 m, sett er inn tákn/afmörkun spenna og lagnabelti þvert yfir endurnýtingarsvæði og Liljulund er fellt út.

Tillöguuppdráttur ásamt greinargerð er til sýnis á 1. hæð í Ráðhúsi Akureyrar frá 29. janúar til 12. mars 2020, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Einnig er hægt að skoða tillöguna hér.

Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 16:00 miðvikudaginn 12. mars 2020 og skal athugasemdum skilað skriflega til Skipulagssviðs Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 3. hæð eða með tölvupósti (skipulagssvid@akureyri.is) þar sem nafn, kennitala og heimilisfang sendanda kemur fram.

29. janúar 2020
Sviðsstjóri skipulagssviðs

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan