Ragga Rix frá Akureyri sigraði Rímnaflæði

Ragnheiður Inga Matthíasdóttir, 13 ára Akureyringur sem gengur undir listamannsnafninu Ragga Rix, sigraði Rímnaflæði, rappkeppni unga fólksins sem var haldin um síðustu helgi. Ragga keppti fyrir hönd félagsmiðstöðvarinnar Tróju á Akureyri og flutti lagið Mætt til leiks.

Rímnaflæði var fyrst haldið 1999 en þessi skemmtilega keppni hefur verið stökkpallur ungra og efnilegra rappara úr félagsmiðstöðvum landsins til að skapa sér nafn í tónlistarheiminum. Keppendur eru á aldrinum 13-16 ára og er skilyrði að textar séu samdir af keppendum.

Þónokkur ár eru síðan Akureyrarbær átti síðast fulltrúa í Rímnaflæði og þar af leiðandi var mikil eftirvænting í félagsmiðstöðvunum. Úrslitin eru sérlega ánægjuleg og óskum við Röggu Rix til hamingju með sigurinn.

Smelltu hér til að hlusta á lagið.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan