Rafrænt umsóknarkerfi tekið í notkun

Í byrjun desember tók skipulagssvið Akureyrarbæjar í notkun hugbúnaðarlausnina OneLandRobot sem er rafrænt kerfi fyrir umsóknir og samskipti um byggingaráform og byggingarleyfi.

Allar umsóknir sem heyra undir skipulagssvið eru nú komnar á rafrænt form og eru þær aðgengilegar í þjónustugáttinni sem má nálgast hér á heimasíðunni.

Þetta er í samræmi við upplýsingastefnu bæjarins um að þjónustugáttin verði meginfarvegur erinda. Einstaklingar og lögaðilar skrá sig inn með rafrænum skilríkjum og geta þar sótt um ýmsa þjónustu og fylgst með afgreiðslu sinna mála.

Gert er ráð fyrir að frá og með næstu áramótum taki skipulagssvið eingöngu á móti rafrænum umsóknum í gegnum þjónustugáttina. Markmiðið er að einfalda umsóknarferlið og bæta þjónustu við íbúa, byggingaraðila og aðra sem nýta sér þjónustu sviðsins.

Í síðustu viku var haldinn kynningarfundur á Hótel KEA um þessar breytingar. Þar var hlutverk umsækjenda, byggingarstjóra og hönnuða í umsóknarferlinu útskýrt með yfirferð á rafrænu umsóknareyðublöðunum. Fundurinn gekk vel og var býsna vel sóttur.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan