Rafrænn kynningarfundur um fjárhagsáætlun

Fjárhags- og framkvæmdaáætlun Akureyrarbæjar fyrir árin 2022-2025 verður kynnt á rafrænum íbúafundi þriðjudaginn 7. desember kl. 17:00.

Um þessar mundir er unnið að gerð fjárhagsáætlunar sveitarfélagsins. Frumvarp var lagt fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn þann 16. nóvember sl. og er síðari umræða á dagskrá þann 14. desember nk. 

Á fundinum verður sagt frá starfsemi sveitarfélagsins og stærstu verkefnum næstu ára. Opið verður fyrir spurningar og verða bæjarstjóri og bæjarfulltrúar til svara.

Fundurinn verður haldinn á Zoom. Smelltu hér til að tengjast fundinum.  

Öll hjartanlega velkomin!

Ætlar þú að mæta? Láttu okkur vita á Facebook-viðburðinum

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan