Rafræn velferðarþjónusta með Köru Connect

Mynd: Kara Connect
Mynd: Kara Connect

Akureyrarbær hefur gert samning til eins árs við Köru Connect um notkun á hugbúnaði fyrirtækisins.

Hugbúnaðarlausnin Kara Connect er ætluð stofnunum, sveitarfélögum og fyrirtækjum til þess að veita ýmiss konar fjarþjónustu.

Samningurinn gerir starfsfólki velferðarþjónustunnar hjá Akureyrarbæ kleift að veita ráðgjöf til notenda í gegnum fjarfundi á öruggan hátt. Hugbúnaðurinn uppfyllir kröfur um meðhöndlun persónuupplýsinga og örugga meðferð skjúkraskráa.

Betri þjónusta og aukin skilvirkni

Mikil áhersla hefur verið lögð á rafræna þjónustu og velferðartækni hjá Akureyrarbæ og á þessu ári hafa verið tekin enn stærri skref í þá átt en áður. Vegna Covid-19 hefur þurft að laga ýmsa þjónustu að breyttum veruleika og takmörkunum en til lengri tíma er markmiðið að veita betri og sveigjanlegri þjónustu ásamt því að nýta fjármuni betur.

Guðrún Sigurðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs segir að nú taki við markviss innleiðing og fræðsla til starfsfólks. „Framhaldið verður spennandi og mörg tækifæri sem felast í þessari viðbót sem mun bæta aðgengi að þjónustunni og auka skilvirkni,“ segir Guðrún.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan