Ráðstefna um ímynd Norðurlands

Markaðsskrifstofa ferðamála á Norðurlandi stendur fyrir ráðstefna um ímynd Norðurlands í Menningarhúsinu Hofi 28. febrúar nk. Megintilgangur og markmið ráðstefnunnar er ræða, skoða og skilgreina ímynd Norðurlands, kalla eftir nýjum hugmyndum og áherslum í markaðssetningu svæðisins með þátttöku ráðstefnugesta.

Á ráðstefnunni verður einnig fjallað um möguleika á beinu millilandaflugi til Norðurlands utan háannar og áhrif þess á atvinnulífið, ferðaþjónustuna og samfélagið. Ráðstefnan fer fram bæði á íslensku og ensku.

Allir eru velkomnir á ráðstefnuna en þess er vænst að hana muni sækja starfsfólk ferðaþjónustufyrirtækja, fulltrúar frá sveitarfélögunum, bæjar- og sveitarstjórar á Norðurlandi, fulltrúar Ferðamálastofu, Íslandsstofu, iðnaðar- og ferðamálaráðuneytis, Ferðamálaráðs og Samtaka ferðaþjónustunnar, starfsfólk flugfélaganna, rannsóknarstofnanna, háskólafólk, fulltrúar frá atvinnulífinu, verslunarfólk, bændur, matvælaframleiðendur og allir þeir sem áhuga hafa á málefninu og vilja leggja sitt að mörkum til eflingar íslenskri ferðaþjónustu.

Skráning á ráðstefnuna er hjá Maríu Axfjörð á skrifstofu MFN, maria@nordurland.is.

Dagskrá:

Setning kl. 9.00: Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra.

Simon Calder, ritstjóri ferðamála hjá hinu víðlesna dagblaði The Independent í Bretlandi:
There is a yearning to look for, and beyond, the limits of the "comfortable" world

John Strickland, JLS Consulting Ltd, UK:
The opportunities for direct international flights to Akureyri airport

Clive Stacy, Manager for  Discover The World UK:
How-2 promote North Iceland for UK tourists

Kati Liikonen,CEO. Tourism consulting and natureservices Katinkontti:
The experience from Finland, Can North Iceland become a ?new Lappland??

Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður markaðssóknar hjá Íslandsstofu:
Markaðssetning Íslands utan háannar

Sigrún Björk Jakobsdóttir, Verkefnisstjóri hjá markaðstofu ferðamála á Norðurlandi:
Erum við tilbúin til að taka á móti ferðamönnum utan háannar

Ráðstefnustjóri: Edward H. Huijbens, forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar ferðamála.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan