Potterdagurinn á Amtsbókasafninu

Hinn árlegi Potterdagur verður haldinn á Amtsbókasafninu miðvikudaginn 31. júlí frá kl. 15-18. Mjög góð aðsókn hefur verið að þessum viðburði og krakkar sem þekkja sögurnar af Harry Potter bíða í ofvæni.

Í ár verður Harry 39 ára gamall og í tilefni þess verður heilmikið fjör! Töfrasprotaverkstæði, Quidditch-völlur og Fjölbragðabaunir Berta Bott er meðal þess sem verður í boði fyrir forvitna mugga sem vilja skyggnast inn í galdraheiminn.

Kl. 15-18 Ratleikur - Finnið galdraskepnur á 1. hæð og í kjallara bókasafnsins

Kl. 15-16 Töfradrykkjakennsla fyrir utan Amtsbókasafnið

Kl. 15-17 Búðu til þinn eigin töfrasprota! Á Orðakaffi verður töfrasprotaverkstæði að hætti Ollivanders

Kl. 16-18 Quidditch á túninu fyrir framan Amtsbókasafnið

Þá verður ýmislegt annað á boðstólum, svo sem galdraorðaleit og litablöð, bókamerkjaföndur í heimavistarlitunum - Tilheyrir þú Hufflepuff, Gryffindor, Ravenclaw eða kannski Slytherin? Þorir þú að smakka fjölbragðabaun með moldarbragði?

Viðburðurinn er einnig á Facebook.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan