Plokk á Akureyri

Mynd: Auðunn Níelsson
Mynd: Auðunn Níelsson

Landsmenn hafa verið duglegir undanfarnar vikur að plokka og eru Akureyringar engin undantekin þar á. Að plokka snýst um að tína upp rusl á förnum vegi á meðan gengið er eða skokkað. Það er frábært að sameina áhuga á útiveru og umhverfismeðvitund, ánægjan af því að fara út og hreyfa sig verður svo miklu meiri með því að gera það með þessum hætti.

Á facebook má finna hóp á Akureyri sem er að plokka.

Landvernd gera þessar hreinsanir sýnilegri á Íslandskortinu á síðunni Hreinsum Ísland. Hér getur þú skráð inn þitt plokk.

Ef ykkur vantar aðstoð til að losna við ruslið sem þið plokkið má hafa samband við lager umhverfismiðstöðvar, í síma 460 1200 á dagvinnutíma.

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan