Óvissustig vegna jarðskjálfta

Grímsey. Mynd: Friðþjófur Helgason.
Grímsey. Mynd: Friðþjófur Helgason.

Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við Lögreglustjórann á Norðurlandi eystra lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinu úti fyrir Norðurlandi.

Jarðskjálftahrina austan við Grímsey heldur áfram en undir morgun mældist skjálfti upp á 5.2. Umrætt svæði er þekkt jarðskjálftasvæði og var svipuð hrina í gangi á svæðinu 2013.

Grímsey er sem kunnugt er hluti af sveitarfélaginu Akureyrarkaupstað eftir sameiningu sveitarfélaganna vorið 2009.

Nánar á heimasíðu Almannavarna.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan