Óþrjótandi tækifæri skapandi greina

Frá kynningunni í gær. Eiríkur Björn Björgvinsson talar.
Frá kynningunni í gær. Eiríkur Björn Björgvinsson talar.

Menningarfélag Akureyrar og Tónlistarskólinn á Akureyri buðu síðdegis í gær þingmönnum kjördæmisins til kynningar á þeim óþrjótandi tækifærum sem búa í skapandi greinum og því góða starfi sem unnið er á þessum vettvangi á Akureyri. 

Flutt voru nokkur stutt erindi þar sem meðal annars var fjallað um þann hagvöxt sem skapandi greinar geta fært samfélaginu, möguleikana sem fólgnir eru í menningu og listum og það hvernig bygging Menningarhússins Hofs hefur með sínum hætti gert Akureyri að blómlegri bæ en hún var þó fyrir.

Ávörp fluttu Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri, Kristín Sóley Björnsdóttir viðburðastjóri MAk, Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson tónlistarstjóri MAk, Jón Páll Eyjólfsson leikhússtjóri LA og Hjörleifur Örn Jónsson skólastjóri Tónlistarskólans.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan