Óskað eftir bakvörðum í velferðarþjónustu

Mynd: María Helena Tryggvadóttir
Mynd: María Helena Tryggvadóttir

Félags- og barnamálaráðherra og Samband íslenskra sveitarfélaga vinna í sameiningu að því að koma á fót bakvarðasveit í velferðarþjónustu.

Útbreiðsla Covid-19 getur orðið til þess að valda erfiðleikum í veitingu þjónustu og skapað álag á vissum starfstöðvum. Mikilvægt er að tryggja lögbundna þjónustu og aðstoð við viðkvæmustu hópana og því hefur verið ákveðið að setja saman bakvarðasveit. 

Óskað er eftir fólki sem getur starfað í þjónustu við fatlað fólk, aldraða, heimilislausa, börn með sértækar stuðningsþarfir, barnavernd og fjárhagsaðstoð. Reynsla af störfum í velferðarþjónustu er kostur en ekki skilyrði. Hæfniskröfur taka mið af viðkomandi starfi.

Rafrænt skráningarform hefur verið útbúið og er það aðgengilegt hér. 

Akureyringar, sem hafa tök á, eru hvattir til að skrá sig. Það er mikilvægt að eiga sterkt lið bakvarða um allt land. 

Nánari upplýsingar um verkefnið eru á heimasíðu Stjórnarráðsins. 

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan