Orkuskipti og bætt orkunýting í Grímsey

Frá undirritun samninganna á Laugarbakka. Mynd af heimasíðu Byggðastofnunar.
Frá undirritun samninganna á Laugarbakka. Mynd af heimasíðu Byggðastofnunar.

Á fundi Byggðastofnunar og framkvæmdastjóra og formanna landshlutasamtaka sveitarfélaga á Laugarbakka í Miðfirði þann 3. júní sl. voru undirritaðir samningar um styrki til sex landshlutasamtaka vegna sjö verkefna. Styrkirnir eru veittir á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2018-2024. Að þessu sinni var 71,5 milljónum króna úthlutað fyrir árið 2019, en alls bárust 19 umsóknir um styrki að fjárhæð rúmar 278 m.kr.

Á fundinum var samþykkt að Eyþing hljóti 5,2 milljóna króna styrk til að skoða fýsileika orkuskipta fyrir Grímsey. Markmiðið er að hætta brennslu jarðefnaeldneytis í Grímsey, framleiða rafmagn og hita með lífdísli, vind- og sólarorku.

Markmiðið með framlögum til sértækra verkefna sóknaráætlanasvæða er að færa heimamönnum aukna ábyrgð á ráðstöfun fjármuna og tengja sóknaráætlanir landshluta við byggðaáætlun. Lögð er áhersla á að styrkja svæði þar sem er langvarandi fólksfækkun, atvinnuleysi og einhæft atvinnulíf. Verkefnin sem hljóta styrk skulu nýtast einstökum svæðum eða byggðarlögum innan landshlutans, eða landshlutanum í heild. Við mat á umsóknum var m.a. lagt til grundvallar íbúaþróun, samsetning atvinnulífs og atvinnustig og meðaltekjur. Styrkhæfir aðilar voru landshlutasamtök sveitarfélaga.

Nánar á heimasíðu Byggðastofnunar.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan