Örfyrirlestrar á LÝSU

Frá vinstri: Arnór Benónýsson, Sóley Björk Stefánsdóttir, Kristján Þór Magnússon og Hilda Jana Gísla…
Frá vinstri: Arnór Benónýsson, Sóley Björk Stefánsdóttir, Kristján Þór Magnússon og Hilda Jana Gísladóttir.

Á LÝSU, rokkhátíð samtalsins, sem fram fer í Menningarhúsinu Hofi um helgina, verða m.a. á dagskrá örfyrirlestrar og samtal bæjarfulltrúa á Akureyri og sveitarstjórnarfólks á Norðausturlandi um næstu fjögur ár.

Örfyrirlestrar og flytjendur eru þessir:

  • Sóley Björk Stefánsdóttir bæjarfulltrúi á Akureyri: Eigum við að skella okkur á íbúafund í kvöld elskan? Punktar og pælingar um íbúalýðræði
  • Arnór Benónýsson oddviti Þingeyjarsveit: Frá Landpósti til Snappara: Hugleiðing um breytt starfsumhverfi sveitarstjórnafulltrúa.
  • Hilda Jana Gísladóttir bæjarfulltrúi á Akureyri: Blaut á bak við eyrun: Hilda Jana er nýgræðingur í pólitík og segir okkur frá því helsta sem hefur komið á óvart á fyrstu mánuðum hennar í starfi.
  • Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri í Norðurþingi: Hinn kjörni sveitarstjóri – lof eða last?

Örfyrirlestrarnir, sem saman kallast "Fjögur ár og framtíðin", eru á dagskrá föstudaginn 7. september kl. 17-19.

LÝSA, rokkhátíð samtalsins, verður haldin í Hofi á föstudag og laugardag. LÝSA er upplýsandi hátíð þar sem ýmis samfélagsleg málefni eru rædd frá ólíkum hliðum. Markmið hátíðarinnar er að efla samtalið um samfélagið, hvetja til upplýstrar umræðu og þannig skapa meira traust og skilning milli ólíkra aðila.

Yfir 50 félagasamtök standa fyrir 60 margvíslegum viðburðum og uppákomum á hátíðinni. Má þar nefna málstofur, örerindi, smiðjur og námskeið. Þá verður til staðar umræðutorg þar sem gestum og gangandi gefst kostur á að leita upplýsinga, kynna sér starfsemi og spjalla við fulltrúa stjórnmálaflokka og félagasamtaka. Landsþekktir skemmtikraftar og tónlistarmenn brjóta upp dagskránna með tónlist og uppistandi. Það verður því fjölbreytt og spennandi dagskrá þessa tvo daga.

Heimasíða LÝSU með nánari upplýsingum.

LÝSA er á Facebook.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan