Opnað fyrir umsóknir í Lýðheilsusjóð

Samkomubrúin á Akureyri.
Samkomubrúin á Akureyri.

Akureyrarbær vill benda á að þann 20. september verður opnað fyrir umsóknir í Lýðheilsusjóð á vef embættis landlæknis.

Hlutverk sjóðsins er að styrkja lýðheilsustarf sem samræmist markmiðum laga um landlækni og lýðheilsu, bæði innan og utan embættisins, í þeim tilgangi að stuðla að heilsueflingu og forvörnum. Styrkir eru veittir til verkefna og afmarkaðra hagnýtra rannsókna.

Aðilar sem starfa innan íþrótta-, lýðheilsu- og heilsueflingar eru hvattir til að kynna sér möguleikana á styrki frá Lýðheilsusjóði til að gera gott ennþá betra.

Umsóknarfrestur rennur út 15. október.

Frétt á vef embætti landlæknis 
Úthlutunarreglur
Úthlutanir 2018 
Úthlutanir 2017 
Úthlutanir 2016 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan