Opinn fundur um málefni eldri borgara

Félag eldri borgara á Akureyri (EBAK) og Öldungaráð Akureyrarbæjar boða til opins fundar í dag, fimmtudaginn 17. maí frá kl. 14 til 15.30 í félagsmiðstöðinni Bugðusíðu 1.

Dagskrá:

  • Kynning á Öldungaráði; Dagbjört Pálsdóttir formaður Öldungaráðs.
  • Þjónusta Akureyrarbæjar við eldri borgara og kröfur um innihald þjónustunnar.
  • Tækifæri til samþættingar í þjónustu. Framsögu hafa Halldór S. Guðmundsson framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrarbæjar og Jón Hrói Finnsson sviðsstjóri búsetusviðs Akureyrarbæjar.

Félagsmenn EBAK og aðrir eldri borgarar eru sérstaklega hvattir til að mæta á fundinn.

Allir velkomnir.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan