Nýtt sameinað velferðarsvið

Akureyri á fallegum degi. Mynd: María Tryggvadóttir.
Akureyri á fallegum degi. Mynd: María Tryggvadóttir.

Á bæjarstjórnarfundi í gær var samþykkt tillaga um sameiningu fjölskyldusviðs og búsetusviðs í eitt velferðarsvið og tekur sameiningin gildi 1. janúar 2021. Markmiðið er að bæta velferðarþjónustuna og gera hana notendavænni, auka skilvirkni, lækka rekstrarkostnað og nýta í auknum mæli möguleika stafrænnar þróunar.

Undirbúningur hefur staðið yfir í þó nokkurn tíma þar sem m.a. hefur verið unnið að því að kortleggja velferðarþjónustuna, stjórnkerfið og skilgreina notendahópa og upplifun þeirra af þjónustunni. Í undirbúningsferlinu hefur verið rætt við bæði starfsfólk og notendur en alls hafa rúmlega 150 manns komið að vinnunni á einn eða annan hátt.

Með sameiningunni skapast farvegur til þess að innleiða þjónustuferla sem sannarlega eru hannaðir út frá þörfum notandans og eru jafnframt í takti við þá stafrænu þróun sem á sér stað í samfélaginu og Akureyrarbær vill leggja áherslu á.

Sviðsstjóri nýs velferðarsviðs er Guðrún Sigurðardóttir.

Skipurit velferðarsviðs: 

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan