Nýtnivikan á Akureyri

Nýtnivikan hófst í dag, 16. nóvember, en um er að ræða samevrópskt átak sem ætlað er að vekja fólk til vitundar um nauðsyn þess að draga úr magni úrgangs.

Það má til að mynda gera með því að lengja líftíma hluta, samnýta hluti og stuðla almennt að því að hlutir öðlist framhaldslíf frekar en að enda sem úrgangur.

Nýtnivikan er haldin með ýmsum atburðum sem stuðla að vitundarvakningu. Áhersla er lögð á að draga úr, endurnota og endurvinna.

Dagskrá Nýtnivikunnar á pdf-formi.

Dagskrá Nýtnivikunnar á Facebook.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan