Nýr og öflugur dráttarbátur

Dráttarbáturinn Seifur er kominn til heimahafnar.
Dráttarbáturinn Seifur er kominn til heimahafnar.

Nýjum dráttarbáti Hafnarsamlags Norðurlands var gefið nafnið Seifur við hátíðlega athöfn í gær. Báturinn er með 42 tonna togkraft og því fjórfalt öflugri en sá sem fyrir er.

Báturinn hefur verið í smíðum síðastliðið ár í skipasmíðastöðinni Armon á norðurhluta Spánar. Hann er 22ja metra langur og 9 metra breiður. Seifur er öflugasti dráttarbátur landsins búinn "azimuth skrúfum" sem gera honum kleift að snúast í hring á punktinum og auka stjórnhæfni bátsins verulega.

Með því að festa kaup á svo öflugum dráttarbáti er svarað kalli breyttra tíma, skipin stækka og núverandi dráttarbátar hafa ekki verið nógu öflugir fyrir Hafnarsamlagið. Með tilkomu nýja bátsins eykst öryggið til muna og þjónustan batnar verulega. Einnig opnast möguleikar á að veita öðrum höfnum á Norðurlandi aukna þjónustu, til dæmis Húsavíkurhöfn en mikil þörf er á þjónustu dráttarbáts þar eftir að starfsemi stóriðju á Bakka hófst.

Kaupverðið á bátnum var um 490 milljónir króna er það á pari við kostnaðaráætlun.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan