Nýr malbikaður stígur meðfram Hörgárbraut

Nýi stígurinn meðfram Hörgárbraut.
Nýi stígurinn meðfram Hörgárbraut.

Búið er að malbika nýjan göngustíg meðfram Hörgárbraut sem markar þau tímamót að nú er hægt að komast á malbikuðum stígum í gegnum allan bæinn, frá Krossanesborgum og suður að bæjarmörkum við flugvöllinn.

Síðar í sumar verður malbikaður stofnstígur í Sjafnargötu og þar með verður komin ný leið sem tengir sveitarfélögin Hörgársveit og Eyjafjarðarsveit með stígum í gegnum Akureyri.

Framkvæmdir við stíginn meðfram Hörgárbraut hófust síðastliðið haust með jarðvegsskiptum. Ákveðið var að fresta malbikun vegna ótta við jarðsig á hluta leiðarinnar því um töluverða fyllingu var að ræða. Til stendur að malbika/bræða yfir Hörgárbrautina á þessum kafla og fyrir vikið verður beðið með lokafrágang á hliðarsvæðum (a.m.k. að hluta til) þangað til malbikunarvinnunni er lokið.

Sjá einnig frétt frá september 2020: Nýir stígar marka tímamót.

Akureyrarbær leggur mikla áherslu á umhverfisvænar samgöngur og að byggja upp góða innviði fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. Þessir nýju stígar eru liður í stígaskipulagi sem var samþykkt nýverið, en markmiðið með því er að byggja upp skilvirkt, öruggt og aðlaðandi stígakerfi sem gerir íbúum kleift að sinna vinnu, daglegum erindum og frístundum allt árið um kring. Hér eru nánari upplýsingar um stígaskipulagið

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan