Nýr einstaklingsklefi í Sundlaug Akureyrar

Eftir miklar framkvæmdir hefur nýr einstaklingsklefi verið tekinn í notkun í Sundlaug Akureyrar.

Markmiðið er fyrst og fremst að bæta aðgengi að sundlauginni. Búningsklefinn nýtist einkum þeim sem hafa aðstoðarmann af öðru kyni eða þeim sem geta ekki notað hina hefðbundnu kynjuðu búningsklefa.

Klefinn er á 2. hæð og aðgengilegur með lyftum alla leið. Þar er fyrsta flokks aðstaða fyrir fatlað fólk, þar á meðal upphækkanlegur bekkur og pokalyfta. Þá voru settir glænýir skápar með rafrænu PIN-númerakerfi líkt og eru í hinum klefunum.

Þetta er mikið framfaraskref og gleðilegt fyrir starfsfólk og marga notendur. Gott aðgengi skiptir miklu máli, enda eru allir velkomnir í Sundlaug Akureyrar.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan